Signet

Spurningar og svör um Signet

Til þess að senda skjal i undirritun ferð þú inn á signet.is, skráir þig inn með rafrænum skilríkjum þar sem þú getur hlaðið inn PDF skjali og skráð undirritendur.

Hægt er að skrifa skilaboð með tilkynningunni sem fer á netfang undirritenda og þú getur einnig valið að senda tilkynningu í SMS-i.

Texti með undirritun er hægt að nota til þess að taka fram í hvaða hlutverki undirritandi er, t.d. hvort hann undirritar fyrir hönd fyrirtækis.


Nei, það er engin takmörk á því hve margir undirritendur eru á hverju skjali.

Nei, ekki er hægt að breyta skjalinu eftir að undirritunarferlið er hafið.

Undirritun er tengd ákveðnum einstakling út frá rafrænum skilríkjum.

Þannig getur eingöngu handhafi skilríkisins undirritað.

Signet styður alla helstu vafra sbr. Chrome, Safari, Internet Explorer, Firefox og Opera hvort heldur um er að ræða tölvur eða snjalltæki.

Já,
Fyrir aðila sem vilja samþætta undirritunarvirkni inn í vefsvæði eða kerfi viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar þá býður Signet upp á vefþjónustulag sem hægt er að forrita á móti. Vefþjónustulagið býður upp á ferns konar virkni.

1) Signet Cloud
PDF skjöl sem á að undirrita ásamt upplýsingum um undirritendur eru send undirritun í gegnum vefþjónustur yfir til Signet þar sem skjölin eru dulrituð og vistuð. Þegar skjölin eru komin inn í Signet fá undirritendur tölvupóst um að þeirra bíði skjal til undirritunar. Undirritendur smella á tengil í tölvupóstinum við það eru undirritendurnir sendir inn á Signet vefinn þar sem þeir geta skoðað og undirritað viðkomandi skjal. Þegar allir hlutaðeigandi hafa undirritað skjalið eru vefþjónustuskilin nýtt til að sjálfkrafa skila skjalinu aftur til baka þar sem að skjalið er vistað.

2) Signet Forms
Á vefsvæði viðkomandi fyrirtækis/stofnunar er form sem þarfnast undirritunar. Þegar undirritandi hefur fyllt út nauðsynlegar upplýsingar er undirritandinn ásamt skjalinu sem á að undirrita sendur yfir á undirritunarsíðu Signet. Þar er skjalið undirritað. Að undirritun lokinni er notandanum og skjalinu skilað aftur tilbaka á vefsvæði viðkomandi fyrirtækis/stofnunar.

3) Signet Core
Öll samskipti við notandann er tengjast undirritun skjala fer fram á vefsvæði viðkomandi fyrirtækis/stofnunar. Öll forritun á því hvernig skjalið er meðhöndlað og birt notandananum er á ábyrgð viðkomandi fyrirtækis/stofnunar. Þegar að undirritun kemur er skjalið sent til Signet sem sér um að útbúa langtíma undirritun sem síðan er komið fyrir í PDF skjalinu á vefsvæði viðkomandi fyrirtækis/stofnunar.

4) Signet Seal
Þessi leið hentar til dæmis vel fyrir upprunavottun rafrænna skjala, til að sýna frá hverjum skjalið er komið og að það hafi ekki breyst eftir útgáfu þess. Viðkomandi fyrirtæki/stofnun sendir PDF skjal inn í vefþjónustulag Signet. Signet móttekur skjalið, innsiglar það með innsiglis skilríki viðkomandi fyrirtækis/stofnunar og skilar svo innsiglaða skjalinu til baka til viðkomandi innsendanda. Gott dæmi hér er innsiglun rafrænna reikninga, en ekki má móttaka rafræna reikninga inn í bókhald nema að upprunavottun skjalsins sé tryggð.

Smelltu hér til að sjá persónuverndarstefnu Signet

Signet býður eingöngu upp á rafrænar undirritanir með rafrænum skilríkjum útgefnum af Fullgildu Auðkenni.

Signet styður skilríki í síma, á korti og appi.

Skilríki eru gefin út af Auðkenni, frekari upplýsingar er hægt að nálgast á vef þeirra audkenni.is.

Hægt er að athuga stöðuna á skilríkjum með því að heimsækja þjónustuvef Auðkennis

Rafræn undirskrift er tækni til að sanna tengsl á milli gagna og einstaklinga eða lögaðila. Undirskriftin er framkvæmd með rafrænum skilríkjum sem byggja á vottuðum dreifilykli og einkalykli notanda. Við rafræna undirritun er tætigildi skjals dulritað með einkalykli notanda sem síðan er tengt við vottaðan dreifilykil notanda skilríkjanna. Rafræna undirritunin samanstendur því af dulrituðu tætigildi viðkomandi skjals ásamt vottuðum dreifilykli notanda.

Rafræn undirritun er gerð með rafrænum skilríkjum (auðkenniskort eða sími með rafrænum skilríkjum) og er jafngild undirskrift á pappír. Skjöl sem eru undirrituð rafrænt með Signet eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera. Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á sérstökum vottum að undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet.

Signet undirritanir eru langtíma undirritanir, þannig að þær innhalda öll sönnunargögn sem þarf til að sannreyna undirritunina. Signet undirritanir eru því enn í fullu gildi þó svo að skilríki þín hafi runnið út eftir að undirritunin var framkvæmd.

Já, rafrænar undirritanir eru löglegar. Þær standast kröfur laga nr. 55/2019 til fullgildra undirritana og jafngilda hefðbundinni undirritun með penna.

Smelltu hér til að sjá persónuverndarstefnu Signet

Þessa virkni er að finna í Signet team.

Skoðunaraðilar hafa lesaðgang að skjalinu í Signet, geta hlaðið því niður og fylgst með stöðu þess, þ.e. hvaða undirritendur hafa undirritað skjalið.

Skoðunaraðila er bætt við með því að virkja Stillingar og haka við Leyfa skoðunaraðila. Þá birtist takki til þess að bæta við skoðunaraðila.
Hægt er að velja staðsetningu undirritunarstimpilsins í skjali fyrir sérhvern undirritanda.

Staðsetning undirritana er valin með því að virkja Stillingar og haka við Stýra staðsetningu. Þá birtist felligluggi með fyrirfram ákveðnum reitum og reitur fyrir númer blaðsíðu.Til þess að láta undirrituninarstimpilinn birtast á öftustu blaðsíðunni í skjalinu getur þú sett inn gildið 0 sem blaðsíðu.

Athugaðu að ekki er hægt að setja inn texta með undirritun þegar staðsetning undirritunar er valin.